Menntaþing 11. og 12. október 2014

Nemendur grunnskólans að setja niður kartöflur vorið 2014
Nemendur grunnskólans að setja niður kartöflur vorið 2014
Dagana 11.-12.október verður haldið menntaþing á Borgarfirði eystra. Tilgangur þingsins er að skapa umræðu um jafnréttis- og skólamál og kynna um leið áherslur sem samræmast stefnu Grunnskólans á Borgarfirði eystra.


Skólinn og jafnréttisnefnd stendur að þinginu með hjálp frá Lýðheilsusjóði og Jafnréttisstofu. Þingið ber yfirskriftina sjálfbærni og samskipti.

Hluti dagskrárinnar er sérstaklega ætlaður Borgfirðingum (laugardagur) en málþingið á sunnudeginum er opið öllum: foreldrum, kennurum og öðrum. Foreldrar á Borgarfirði eru sérstaklega hvattir til að mæta en aðrir foreldrar og skólafólk á Austurlandi er einnig hjartanlega velkomið.

Við viljum endilega sjá sem flesta og því höfum við fengið úrvals fólk til að halda sérlega skemmtileg og fræðandi erindi.

Dagskrá 

Laugardagur 11. október

11:00 Jafnréttisnefnd Borgarfjarðar hittir fulltrúa frá Jafnréttisstofu

12:00 – 13:30

Jafnréttisstofa býður Borgfirðingum í súpufund að Álfakaffi

Erindi Jafnréttisstofu og íbúaspjall um jafnréttismál, ilmandi súpa að hætti hússins í boði. Allir Borgfirðingar hjartanlega velkomnir aðgangur og súpa ókeypis.

Málþing um sjálfbærni og samskipti

Allir velkomnir á skemmtilegt fræðandi og hagnýtt málþing. 

Sunnudagur 12. október. 

 

13:00 Þingsetning

13:15 Ása Hlín Svavarsdóttir leikari og kennari.

 Sagan um ruslaþorpið og afdrif þeirra sem þar bjuggu.

Sjálfbærni og samþætting í kennslu- hvað er það?

                       

14:00 Jakob Frímann Þorsteinsson, adjunkt við menntavísindasvið HÍ og formaður

námsbrautar í tómstunda og félagsmálafræði.

 

  Útinám, náttúra og sjálfbærni.

Af hverju útinám? Hvernig gagnast útinám nemendum í leik- og grunnskóla sem og aðilum í ferðaþjónustu og íbúum almennt.

14:50 Kaffi

15: 15 Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við menntavísindasvið HÍ

 Samskipti, einelti og vinátta.

Hagnýtar leiðir og góð ráð fyrir foreldra og kennara.

16:00 Spjall

16:15 Þinglok

Mánudagur 13.október

Jakob Frímann og Vanda vinna að útinámi með nemendum og kennurum í Grunnskóla Borgarfjarðar eystra fyrir hádegi.  Eftir hádegi: Námskeið fyrir kennara: Útinám; Hugur, hönd og hjarta fyrir kennara. 13:00 – 16:00 staðsetning Grunnskóli Borgarfjarðar eystra.

Á námskeiðinu verður farið yfir fræðin sem styðja við markvisst útinám með kennurum en auk þess á námskeiðið að gefa kennurum verkfæri í hendur til að vinna með útinám (nám undir berum himni).Við bjóðum kennurum á Austurlandi að sitja námskeiðið með okkur, skráning á námskeiðið hjá skólastjóra. skolastjorigbe@ismennt.is