Miðasala hafin á Bræðsluna 2012

Bræðslan 2012
Bræðslan 2012
Í dag hófst miðasala á Bræðsluna 2012. Eins og áður hefur komið fram eru það Mugison, Fjallabræður, Contalgen Funeral og Valgeir Guðjónsson sem troða upp í Bræðslunni í sumar. Miðasala fer fram eins og áður segir á www.midi.is og er takmarkaður miðafjöldi í boði, en aðeins 800 miðar fara í sölu.

Undirbúningur fyrir tónleika í Fjarðarborg og í Álfacafé stendur yfir og tilkynnum við þá dagskrá þegar nær dregur.

Kynnið ykkur allt um Bræðsluna á nýju síðunni www.braedslan.is