Mikið um að vera í Fjarðarborg um helgina

Það verður mikið um að vera hjá þeim félögum í Já Sæll um helgina. Á föstudaginn eru það tónleikar með Óskari Péturssyni frá Álftagerði og Magna frá Brekkubæ, og á laugardaginn er jólahlaðborð, með jólamat og jólaþema. Eftir tónleikana með Óskari mun Jón Arngríms spila fram á nótt.

Tryggið ykkur miða á þessa viðburði með því að hringja í s: 472-9920.



Það eru að koma jól hjá okkur í Fjarðarborg eins og margir hafa eflaust frétt. Alvöru jólamatur og jólastemning að hætti hússins. Borðhald hefst klukkan 20:00 en opnað inn í salinn 19:30. Treystum því að allir gestir mæti í jólaskapi og í sínu allra fínasta og eigi með okkur frábæra kvöldstund. Verð fyrir all you can eat jólamáltíð er 3.500.- kr.

ATH!!!! - Það þarf að skrá sig í matinn hérna gegnum facebook með því að senda okkur skilaboð, eða hringja í s: 472-9920 fyrir klukkan 22:00 miðvikudaginn 2. júlí.

Það er verið að ræða allskonar jólaskemmtiatriði þessa stundina og mega allir koma með sín eigin atriði.

Þetta er komið
- Jólin hringd inn á slaginu átta
- Jólakveðjur rétt fyrir borðhald (hægt að senda kveðjur gegnum facebook)
- Dansað í kringum jólatré
- Jólahugvekja
- Jóla-kareókí þegar líður á nóttina
....og allskonar meira skemmtilegt.