Musteri Spa opnar í hótel Blábjörgum

Já þið lásuð rétt! Það er Spa að opna í gamla frystihúsinu okkar. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 10 árum.

Í dag (25. Júlí) verður opið hús í Blábjörgum á milli 19:00 - 21:00. 

Við hér á fréttasíðunni óskum þeim sem standa að Hótel Blábjörgum innilega til hamingju með opnunina og hvetjum Borgfirðinga og aðra  til að fara að skoða þessa frábæru aðstöðu sem búið er að gera í frystihúsinu.