Musterið í Blábjörgum

Musterið
Musterið
Á neðri hæð Blábjarga er nú verið að legga lokahönd stórglæsilegt vellíðunarsvæði, eða SPA eins og það er oft kallað. Í fyrra var sett upp flott aðstaða inni í húsinu, en núna í vikunni var verið að setja upp glæsilegt gufubað og útipott á nýjan pall fyrir utan húsið. Þessi framkvæmd hjá Helga og Auði Völu á Blábjörgum vægt til orða tekið hin mesta bæjarprýði og frábært fyrir okkur hérna heima að sjá gamla fyrstihúsið, sem svo lengi var lýti á þorpinu okkar, fá endurnýjun lífdaga.

Við hvetjum alla til þess að kíkja á facebooksíðu Blábjarga, gerast vinir og fylgjast nánar með því sem þar er verið að gera. Svo vonum mest af öllu að að sem flestir heimamenn og gestir komi til með að nýta sér þess frábæru aðstöðu í framtíðinni.