Myndir frá Þorrablóti Borgfirðinga 2013

Óttar Már Kárason í hlutverki Hallveigar
Óttar Már Kárason í hlutverki Hallveigar
Aldís Fjóla frá Brekkubæ sendi fréttasíðunni þessar stórfínu myndir frá Þorrablótinu okkar sem var haldið í Fjarðarborg fyrir tæpum tveimur vikum Blótið gekk í alla staði vel, og komust allir til síns heima um nóttina eftir blótið, en þeir sem voru seinir fram úr á sunnudeginum komust ekki allir heim fyrr en á mánudaginn. Þorrablótsnefndin þakkar öllum þeim sem mættu og skemmtu allir gestir sér vonandi vel með okkur hérna heima, enda er það vísindalega rannsakað að bestu þorrablót lansdsins eru haldin á Borgarfirði.

Myndirnar má sjá hérna.