Námskeið í Ayur Veda heilsufræðum

Björn Kristjánsson
Björn Kristjánsson
Námskeið í Ayur Veda heilsufræðum verður haldið laugardaginn 22. nóvember frá kl. 11:00 – 17:00 á Borgarfirði á Álfheimum.  Ayur Veda er mjög yfirgripsmikil fræði sem snerta öll svið mannlegs lífs.  Þau kenna fyrst og fremst hvernig við höldum jafnvægi með skynsamlegum lífsstíl og hvernig við getum hægt á öldrun, aukið orku og gleði með hreinsun og eflingu huga og líkama. Á námskeiðinu sýnir borgfirðingurinn Björn Kristjánsson hvernig hægt er að elda fljótlegan, heitan, bragðgóðan mat úr fersku hráefni og allir fá að borða afraksturinn. Einnig verður veitt yfirlit yfir helstu þætti Ayur Veda og þá sérstaklega viðhorf og hvernig viðhorf mótar líf okkar og ræður mestu um heilsufar. Björn útskýrir líkamsgerðnar og allir geta fundið sína líkamsgerð og lært að haga lífi sínu með þá þekkingu í huga. Jafnframt verður farið yfir eftirfarandi atriði úr fræðum Ayur Veda: hugleiðsla og slökun, æfingar og hreyfing, hreinsun líkamans með panshakarma meðferðinni, jurtir og jurtablöndur til heilunar, styrkingar og hreinsunar líkamans, melting og vefjaflokkarnir, hvernig við búum til ferskan ost, ferska yogurt og gí. Einnig verður veitt stutt yfirlit yfir helstu greinar vedískra fræða s.s. Yoga sem fjallar um einingarvitund, Jyotish sem fjallar um tímann og eiginleika hans, Vaastu arkitekúr sem fjallar um afmörkun rúmsins og samhljómandi stærðir.

Þáttakendur fá afhent námskeiðsgögn sem er yfirlit yfir námskeiðið ásamt uppskriftum. Námskeiðið kostar kr. 9,500.

Þátttakendur geta skráð sig með því að senda póst á bj.orn@internet.is. Nánari upplýsingar í síma 8692159.

Björn Kristjánsson mun halda námskeiðið en hann hefur
um 30 ára reynslu af iðkun Ayur Veda ásamt formlegri menntun í vedískum fræðum.