Nú verður glaumur og gaman - Ókeypis tónleikar

Ókeypis tónleikar í Fjarðarborg í kvöld sunnudaginn 22. júní. Þau Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir og Tóm­as Jóns­son halda tónleika í Fjarðarborg í kvöld kl. 20:30. Ása Berglind er Borgfirðingum að góðu kunn en hún er forvígismaður Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem kom fram í Fjarðarborg með Jónasi Sigurðssyni í fyrra sumar. Þau Ása og Tómas hafa undanfarnar vikur haldið 50 tónleika víða um land fyrir eldri borgara en á tónleikunum í kvöld munu heimamenn leggja þeim lið.