Ný aðsetur Sveinunga

Nýja aðstaðan niðri á Heiði
Nýja aðstaðan niðri á Heiði
Þessa dagana er verið að útbúa nýja aðstöðu fyrir Björgunarsveitina Sveinunga í nýju skemmunni niðri á Heiði. Þegar ég leit við um daginn var gips og spartlvinna í fullum gangi og voru Kjalli og Bjössi með smið þar sér til aðstoðar. Björgunarsveitin og slökkvilið munu flytja í þetta rými með allt sitt hafurtask innan skamms. Tækjageymslan er á neðri hæðinni en stjórnstöð á efri hæðinni. Þessi aðstaða verður mun rýmri og betri en áður, en einnig mun áhaldahúsið stækka til muna því það mun vera þar sem sveitin er staðsett núna í gamla húsnæðinu. Það er vonandi að Skúli formaður sé farinn að plana ægilegt innflutningspartý og þá mætum við þangað með myndavélina.