Nýtt almenningssalerni

Borgarfjarðarhreppur keypti salernisgám núna í vor. Búið er að koma honum fyrir og tengja og er hann tilbúinn til notkunar. Gámnum er skipt í tvö rými, eitt fyrir karla og annað fyrir konur. Kvenna megin eru 3 klósett en 2 klósett og 2 hlandskálar karla megin. Gámurinn er staðsettur við áhaldahúsið á Heiðinni.