Ný umhverfisnefnd

Umhverfisnefndin
Umhverfisnefndin
Í haust var kosið í nýja umhverfisnefnd í grunnskólanum hana skipa: Bóas Jakobsson, Nanna Olga Jónsdóttir og Þorbjörg Helga Andrésdóttir, varamaður er Jónatan Leó Þráinsson. Þau eru strax farin að starfa og eru um þessar mundir að fara yfir gátlistann sem við förum yfir tvisvar sinnum á hverju ári. Einnig eru að kvikna hjá þeim hugmyndir af nýjum verkefnum sem vonandi verður unnið að í vetur. Þau koma til með að kynna vinnu sína fyrir öðrum í skólanum jafnóðum og einnig taka við ábendingum og hugmyndum frá nemendum og kennurum í skólanum. Ákveðið var t.d. að halda áfram að koma með "Grænfánagullkorn" og setja þau hér inn á vefinn, okkur öllum til upplýsingar og skemmtunar. Fundargerðir og annað sem tengist Grænfánavinnunni má líta hér vinstramegin á síðunni undir flipanum "Skóli á grænni grein".