Nýja bryggjan í smábátahöfninni.

Hafbjörg hans Eika við nýju bryggjuna
Hafbjörg hans Eika við nýju bryggjuna
Nú styttist í að framkvæmdum ljúki út í höfn og eru bátar þegar farnir að leggja að nýju bryggjunni. Maggi Þórarins og félagar hafa unnið baki brotnu undanfarnar vikur að þessu verki og verður ekki annað séð að þeir hafi vandað sig x-tra mikið því útkoman er mjög flott, bara eins og við var að búast. Nú á bara eftir að ganga frá í kring, leggja einhverjar lagnir og þannig, og svo að ditta að bílaplaninu og þá ætti allt að vera tilbúið.