Nýjar netauglýsingar um Borgarfjörð og Víknaslóðir

Nú í sumar hefur verið unnið að því að búa til netauglýsingar fyrir Borgarfjörð og Víknaslóðir, en það eru Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Ferðamálahópur Borgarfjarðar sem standa í sameiningu fyrir þessari framleiðslu. Í stað þess að fara út í að prenta fleiri bæklinga og kaupa dýrar blaðaauglýsingar var ákveðið að herja enn frekar á markaðsetningu og kynningu á netinu og eru þessar auglýsingar liður í þeirri herferð.

Hér má sjá fyrstu þrjár auglýsingarnar sem hafa verið gerðar. Stórvinur okkar Jónas Sigurðsson fær miklar þakkir en hann gaf okkur góðfúslegt leyfi til þess að nota tónlist sína fyrir myndböndin. Það er Hafþór Snjólfur Helgason Margmiðlunarhönnuður á Borgarfirði sem framleiðir myndböndin.

Verum dugleg að benda fólki á þessi myndbönd og hvetjum sem flesta með því móti að kíkja í fjörðinn.


STÓRURÐ
DYRFJÖLLVÍKNASLÓÐIR