Nýju UMFB-Bræðslubúningarnir komnir í sölu

Már formaður í nýja búningnum
Már formaður í nýja búningnum
Nýju búningarnir hjá Ungmennafélagi Borgarfjarðar eru komnir í sölu. Hægt er að panta boli með því að senda háttvirtum formanni Óttari Má Kárasyni mail á tankurinn@gmail.com og fá þá senda heim, eða kíkja bara við í Háteigi heima hjá formanninum en alls ekki á morgnana. Við eigum til flestar stærðir. Barnabolirnir kosta 5500.-kr. en fullorðins stærðirnar kosta 6500.-kr. Fyrstir koma, fyrstir fá en ef eitthvað klárast í ákveðnum stærðum er hægt að setja sig á biðlista fyrir næstu pöntun. Barnastærðir eru 6-8, 10-12 og 14-16 og fullorðins frá S upp í XXL. Pantanir skulu berast fyrir 15. mars til að ná næstu pöntun.

Annars er allt gott að frétta af Ungmennafélagi Borgarfjarðar og starfsemin verið með blómlegasta móti í vetur. Krakkarnir mæta nær öll á hverja einustu æfingu og fullorðna fólki hittist vikulega og spilar blak af miklum áhuga í sparkhöllinni. Búið er að versla bolta, bandíkylfur, koma upp neti í höllinni, versla ketilbjöllur og mikill hugur í stjórninni með áframhaldandi öflugt starf. Krakkarnir í firðinum fengu öll boli gefins frá félaginu fyrir góða mætingu og mikinn áhuga á íþróttaæfingum.

Við þökkum Bræðslunni, Álfheimum, VÍS, Samkaupum og Já Sæll ehf, og öllum þeim einstaklingum sem lögðu pening í verkefnið kærlega fyrir stuðninginn.Nýji búningurinnYngri deildin eftir æfingu í vikunni