Nýr fréttaritari ráðinn á Borgarfirði

Magnús Þorri með fréttasvæðið í bakgrunni
Magnús Þorri með fréttasvæðið í bakgrunni
Á meðan fréttamiðlar landsins skera niður og fækka fréttamönnum á landsbyggðinni, blæs borgarfjordureystri.is til sóknar því í dag var formlega ráðinn til síðunnar nýr fréttamaður. Þetta er hann Magnús Þorri Jökulsson Geitlendingur sem er staðsettur í firðinum í vetur og ætlar hann að vera duglegur að skella inn einhverju skemmtilegu svona þegar hann er í stuði til þess. Þorri er með góða tengingu inn í landbúnaðarmálinn, sjávarútveginn og fréttir auk þess allt það sem er skeggrætt í kaffistofunni á Heiðinni.

Þeir sem vilja fá fréttaritara á staðinn þegar þess þarf eru beðnir að hafa sambandi við Þorra og hann mætir um hæl vopnaður myndavél og setur saman frétt um málið.

Við á fréttastofunni bjóðum Þorra hjartanlega velkominn til starfa.