Nýr hreppsbíll

Jón Sveitastjóri fór í verslunarferð í Hérað með ávísanahefti Borgarfjarðarhrepps!


Það er ekki dóni að vera starfsmaður áhaldahús Borgarfjarðar, þó að það fari reyndar sögur af því að þar starfi dóni, en það er allt önnur saga. Bifreiðin er af gerðinni Toyota Hilux og kemur alveg þráðbeint úr kassanum. Sómar hún sér vel á götum bæjarins og svei mér ef að starfsmenn áhaldahúsins sómi sér ekki bara vel á henni líka. Bíllinn er keyptur í gegnum Bifreiðaverkstæði Austurlands sem staðsett er á Egilsstöðum. 

Við óskum starfsmönnum áhaldahúsins sem og öllum Borgfirðingum til hamingju með gullvagninn!
Hreppsbill