Nýr símastrengur

Lagður var nýr símastrengur frá Gamla Jörfa og uppí Símstöð nú fyrr í mánuðinum.  Lögð voru rör með þannig að þegar ljósleiðarinn verður tengdur í hvert hús þá verður hann bara dreginn í rörin. Það voru líka endurnýjaðar heimtaugarnar í Jörfa II, Laufás, Borg, Odda, Sæból og Bjarg. Einnig voru lagðar heimtaugar og rafmagnsstrengir í tvær lóðir á Tunguhólnum sem bíða þess nú að einhver byggi sér þar hús.