Nýr skólastjóri tekur við

Nýr skólastjóri ræðir við foreldri
Nýr skólastjóri ræðir við foreldri
Svandís tekin við sem skólastjóri. Í dag 1. nóvember tók Svandís Egilsdóttir við sem skólastjóri í Grunnskóla Borgarfjarðar. Hennar fyrsta verk var að halda utan um foreldradag en foreldraviðtöl haustannar eru í dag. Boðið var upp á kaffi og nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma og féll það vel í kramið hjá foreldrum sem og starfsfólki skólans. Um leið og við bjóðum Svandísi hjartanlega velkomna til starfa þökkum við Helgu Erlu Erlendsdóttur innilega fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í því sem hún mun taka sér fyrir hendur.