Ný heimasíða Borgarfjarðar eystri

Bakkagerði
Bakkagerði

Eftir langa og mikla vinnu er nýi vefurinn okkar loksins tilbúinn og kominn í loftið.

Gamli vefurinn okkar innihélt mikið af upplýsingum, myndum og fréttum og fór mest vinnan í að færa það efni yfir í nýtt form og útlit. Þessi nýi vefur á að uppfylla öll skilyrði sem nútímasíður þurfa að uppfylla og virkar vel í spjaldtölvum og snjallsímum. Það er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að upplýsingagjöf til ferðamanna á svæðinu og fyrir okkur hin. Hann á að vera aðgengilegri, myndrænni og að öllu leyti notendavænni fyrir.

Vefurinn hefur margþættan tilgang. Hann er upplýsingagátt sveitarfélags og grunnskóla, samansafn sagna og myndefnis og staður fyrir ferðamenn að sækja sér upplýsingar um svæðið og þá þjónustu sem er hér í boði.

Vefurinn er settur upp hjá fyrirtækinu Stefnu á Akureyri og er eins og áður í eigu Ferðamálahóps Borgarfjarðar. Ungmennafélag Borgarfjarðar og Borgarfjarðarhreppur studdu þessa uppfærslu á heimasíðunni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Það var Hafþór Snjólfur Helgason margmiðlunarhönnuður sem sá um uppsetningu efnis og uppröðun.

Vefurinn er eign okkar allra og öllum velkomið að senda efni og ábendingar á vefstjóra á mailið hshelgason@gmail.com.