Öll heimili á Borgarfirði fengu sér Neyðarkonuna

Sala Neyðarkalls Björgunarsveitanna gekk vel. Óhætt er að segja að Neyðarkalli Björgunarsveitanna hafi verið vel tekið hér á Borgarfyrði eystra en hvert einasta heimili keypti sér neyðarkallinn sem að þessu sinni var björgunarsveitarkona. Björgunarsveit Sveinunga þakkar innilega fyrir þessar góðu móttökur.