Opinn fundur hjá Framfarafélaginu

Boðað er til opins fundar í Framfarafélagi Borgarfjarðar klukkan 20:00 þriðjudaginn 27. ágúst í Fjarðarborg. Vinna starfshópa og stjórnar verður kynnt. Auk þess verður rætt um væntanlega komu fjölmiðla til Borgarfjarðar sem ætla að fjalla um starf Framfarafélagsins og uppbygginguna á Borgarfirði.

Kveðja
Stjórn Framfarafélags Borgarfjarðar