Opinn fundur hjá Framfarafélaginu

Almennur fundur verður hjá Framfarafélagi Borgarfjarðar miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00 í Álfheimum. Á fundinum mun stjórn félagsins fara yfir helstu mál haustsins svo sem nýjan styrk til þróunar afurða úr Borgfirsku hráefni, stöðuna í fjarskiptamálum og hugmyndir varðandi starfið 2014. Þá munu Hafþór og Elsa kynna okkur áform varðandi "fjölsmiðju" sína og kynning verður á nýjum íbúðum í gamla frystihúsinu. Fundurinn er öllum opinn ungum sem gömlum. Við óskum eftir hugmyndum og inleggi fundargesta um málefni fundarins og önnur mál sem vert er að vinna að árið 2014 á vettvangi framfarafélagsins.

Léttar veitingar í boði. Sjáumst hress

Stjórn Framfarafélags Borgarfjarðar