Opnun á nýrri björgunarmiðstöð

Á síðasta degi vetrar var formlega opnuð ný björgunarmiðstöð á Heiðinni. Opnunin var haldin í samstarfi sveitarfélagsins, slysavarnarsveitarinnar og slökkviliðsins.  Var boðið uppá kaffi og kökur og gat fólk skoðað húsið. Eftir það tóku við nokkur ræðuhöld og veitti Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, Magnúsi Þorsteinssyni viðurkenningu fyrir frumkvæðið að byggingu fyrri björgunarmiðstöðvar. Einnig fékk Guðmundur Bergson viðurkenninu fyrir velvilja og gjafmildi í garð slökkviliðsins. Guðmundur var hér á árum áður suðumaður í bræðslunni þegar hún var byggð og var honum gefinn gripur sem er samansettur úr rekaviði úr fjörinni neðan við bræðsluna, múrsteini og járni úr bræðslunni en á þetta járn hafði hann soðið upphafsstafi sína. Gripinn hannaði Bryndís Snjólfsdóttir í samvinnu við þá "hreppara".

Hér eru fleiri myndir frá opnuninni



Gripurinn sem Guðmundi Bergsyni var afhentur við opnunina. Stafina ritaði Guðmundur þegar hann vann við byggingu Bræðsluna árið 1966 og fékk þá afhenta aftur á veglegum grip sem Bryndís Snjólfsdóttir gerði á smíðaverkstæðinu sínu.