Óskarsverðlaunamyndband frá Bræðsluhelginni

Fréttasíðan rakst á alveg stórkostlegt myndband í dag. Hlynur hennar Hörpu Rúnar setti upp myndavél fyrir bræðsluhelgina upp á Heiðmörk og var henni beint að tjaldsvæðinu. Myndavélin tók myndir með ákveðnu millibili og þegar þetta er sett saman þá verður útkoman alveg mögnuð eins og má sjá í þessu myndabandi. Þetta sýnir vel þann gríðarlega fjölda sem kemur til okkar yfir bræðsluhelgina. Vonandi verður þetta svona áfram mörg ár til viðbótar.