PubQuiz í Fjarðarborg

Borgarstjórinn og vertinn í Fjarðarborg
Borgarstjórinn og vertinn í Fjarðarborg
Pubquis hjá Já Sæll Ehf Fjarðarborg á laugardagskvöld! Ásta Hlín Magnúsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir verða á spyrilsbuxunum og bera þar upp áleitnar spurningar um lífið og tilveruna. Skúli Sveinsson sem rekur Gistiheimilið Borg verður hinsvegar í sparibuxunum og afgreiðir bjór fram eftir nóttu. Upphitun hefst kl. 22:00 og keppnin um hálftíma síðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir