Ragheiður Gröndal og Pálmi Gunnars í Fjarðarborg á föstudaginn

Tónleikasumarið heldur áfram og næstu gestir okkar Fjarðarborg eru þau Ragnheiður Gröndal og Pálmi Gunnarsson. Það er okkur mikill heiður að fá þessa frábæru listamenn í heimsókn til og lofum við frábærum og hugljúfum tónleikum. Ragnheiður mun sitja við píanóið og Pálmi mætir með kontrabassann og plokkar hann af sinni alkunnu snilld. Opið verður á barnum fram á nótt eftir tónleikana. Tilboð verður á gistingu fyrir tónleikagesti hjá Ferðaþjónustunni Álfheimum í s: 861 3677

Það eru Ölgerðin, Álfheimar, Flugfélag Íslands og Rás2 sem eru okkar helstu bakhjarlar í framkvæmd tónleikasumarsins 2014

Hægt er að bóka miða í s:472-9920 eða bara kaupa við innganginn

Viðburðurinn á facebook