Þá er þakið farið

Þakið á gamla frystihúsinu, eða restin af því
Þakið á gamla frystihúsinu, eða restin af því
Nú er alveg helvítis rok hérna í firðinum og varla stætt í SV hviðunum sem koma æðandi frá Dyrfjöllunum og í tilefni þess þá virðist þakið á frystihúsinu vera að kveðja okkur.

Þessi mynd sem hér fylgir var tekin áðan á rúntinum með formanni Björgunarsveitarinnar sem var að virða fyrir sér aðstæður. Ekki er talið ráðlegt að ráðast í að bjarga einhverju þarna fyrr en lægir.

Nú er aldeilis ástæða til þess að raula kvæði Sigðurðar Óskars Pálssonar svona á milli hviða við lagið vorköld í Reykjavík.
Svífur yfir Dyrfjöllum drungalegt ský.
Dúnalogn er ennþá en senn kemur vestan rok.
Veðurstofuspekingar spáð hafa því,
spurnaraugum gjótum við suðvestrið í.
Binda fasta traktora bændur inn á Sveit,
bátum tylla sjómenn á Kaupfélagsins reit.
Aka nú úr vestri til austurs dökkir skýjabólstrar.
Ekkert er verra en vestan – suðvestan rok.

Fyrsta þotan strýkur um stendur og fjöll
það stendur varla lengi uns allt fer í háaloft.
Barómetið fellur heil ósköpin öll.
allsstaðar er verið með bjástur og köll.
„Flýttu þér nú kona og hýstu hænurnar,
hlerana ég læt fyrir gluggarúðurnar“.
Æða nú úr vestri til austurs dökkir skýjabólstrar.
Ekkert er verra en vestan – suðvestan rok.

Innan stundar skellur á rjúkandi rok,
það ryður grjóti og möl yfir þökin á húsunum.
Fjörðinn allan skefur og skýjanna fok,
skelfast menn og tala um heims-endalok.
Sótbölvandi hýsa nú bændur flest sitt fé,
flýja svo í bæinn og skella hurðinne.
„Ég hélt ég myndi bara ekki hafa mig hér inn í dyrnar.
Horngrýtis veðurlag er þetta vestanrok.“

Vestanrokið komið í algleyming er.
Ósköp er að vita hvað brakar í húsinu.
Nú er ég svo hræddur að hriktir í mér.
ég heyri hvernig tennurnar glamra í þér.
Svo hringi ég á bæi og glögg því geri skil,
að geysilegri bylji ég muni aldrei til.
„Halló, halló, heyrðu mig? Hefur annars nokkuð fokið?
Horngrýtis veðurlag er þetta vestanrok.“.

 Lag: Evert Taube
Texti: Sigurður Ó. Pálsson, Jónbjörg Eyjólfsdóttir