Sagnamaðurinn Berglind

Sagnamaðurinn Berglind
Sagnamaðurinn Berglind
Í lok apríl heimsótti okkur  "besti sagnamaður á Íslandi 2011" ,  Berglind Agnarsdóttir.  Markmiðið með heimsókninni var að  kenna grunnatriði sagnarlistar og vekja áhuga nemenda  6. - 10.bekkjar á sagnarforminu og styrkja þá í að tala fyrir framan áhorfendur. Hún sagði okkur sögur/ævintýri og útskýrði fyrir nemendum listina að segja frá á lifandi og eftirtektarverðan hátt.  Þetta féll í góðan jarðveg hjá nemendum og var mikið hlegið og flissað.
í lokin var boðið upp á hressingu að hætti Jóffu. Hérna má sjá myndir.