Sauðburðarferð í fjárhúsin á Hrauni

Hópurinn í hlöðunni hjá Jökli
Hópurinn í hlöðunni hjá Jökli
Leikskólabörn og starfsfólk fór á dögunum í sauðburð til Jökuls. Þar var mikið brallað, lömbin knúsuð og kysst, gefin mjólk úr pela, ánum gefið "kindanammi" ( fóðurkögglar) og hey, farið á hestbak, dráttavélin prufuð og tekinn smá rúntur á fjórhjólinu. Eftir þessa miklu ævintýraferð var haldið heim aftur og snæddar pylsur og súkkulaðikaka. Eins og sjá má á þessum myndum þá var upplifunin hjá börnunum mikil.