Selir við Ölduhamar

Einn af selunum við Hamarinn
Einn af selunum við Hamarinn
Á rúntinum í dag á leið út í Höfn mátti sjá mikinn fjölda sela við Ölduhamar rétt innan við endurvarpsmastrið. Þeir halda víst oft til þarna og er hægt að komast vel að þeim ef maður fer rólega. Það er tilvalið fyrir þá sam hafa áhuga á að fylgjast með þeim að rölta þessi örfáu metra frá veginum og niður að sjó. Þessi mynd var tekin í dag við Hamarinn í blíðunni.