Sendið inn fréttir - Ég er ekki heima

Myndin tengist fréttinni ekki á neinn hátt
Myndin tengist fréttinni ekki á neinn hátt
Nú verða smá breytingar á fréttaflutning að heiman þar sem ég er farinn erlendis í nám. Ég mun þó áfram halda utan um þessa síðu, enda hægt að gera það hvar sem er í heiminum. Ég vil hvetja alla sem vilja koma einhverjum fréttum eða tilkynningum á framfæri að senda þær til mín á hsh2@hi.is og ég skelli þeim inn við fyrsta tækifæri. Grunnskólinn mun reglulega setja inn fréttir, en auk þess eru Arngrímur Viðar og Þröstur Fannar með aðgang að kerfinu og er hægt að lauma efni að þeim.

Ég vil þakka fyrir lesturinn á fréttum mínum á undanförnum árum og hlakka til að fá sent eitthvað efni til þess að setja inn. Þetta þurfa ekki að vera "merkilegar" fréttir. Bara eitthvað sem gleður þá sem eru fjarri og vilja sjá hvað er að gerast í firðinum.

með kveðju frá Köben

Hafþór Snjólfur