Sigurvegari Ljósmyndakeppni Bræðslunnar 2011

Sigurmyndin
Sigurmyndin
Eftir langa og stranga yfirlegu hefur dómnefnd Ljósmyndakeppni Bræðslunnar komist að niðurstöðu. Sigurvegarinn í ár er Ingunn Þorvarðardóttir og óskum við henni hjartanlega til hamingju með það. Fjölmargar myndir bárust en þessi þótti fanga vel stemmarann í fyrra, þegar Naglbítarnir fóru á kostum. Ingunn getur vitjað miðanna sem voru í verðlaun í miðasölunni þegar hún kemur í fjörðinn.

Þetta verður endurtekið á næsta ári og eru því allir hvattir til að smella af skemmtilegum myndum í ár.

Fyrir hönd Bræðslunnar. Magni og Hafþór, formenn dómnefndar.