Sjálfbærni ferðamennsku á Víknaslóðum

Ferðamálahópur Borgarfjarðar & Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs boða til fundar um framtíð ferðamennsku á Víknaslóðum næstkomandi laugardag á Álfheimum. Allir hagsmunaaðilar og áhugamenn um ferðamál velkomnir til þess að taka þátt í umræðum um stöðuna í dag og hvað megi betur fara svo ferðamennskan dafni í sátt við umhverfi og samfélag. Léttar veitingar í boði á meðan fundinum stendur.