Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 11.júní. Guðsþjónusta kl. 11:00 við höfnina. Bakkasystur syngja og leiða almennan söng við undirleik Jóns Ólafs Sigurðssonar, organista. Prestur sr. Þorgeir Arason. Ef illa viðrar verðum við í kirkjunni. Að því loknu verður svo Bláfáninn dreginn að húni. Svo verður sigling frá smábátahöfninni og eftir hana skemmtidagskrá ef veður leyfir. Þegar allt er svo búið verður svo kaffisala í Fjarðarborg á vegum Björgunarsveitarinn.

 

Sjómannadagsráð