Sjónvarpsmenn í Álfaborginni

Í Álfaborginni með sjónvarpsmönnum
Í Álfaborginni með sjónvarpsmönnum
Í desember þegar við í sakleysi okkar vorum að arka niður í Álfaborg til að skreyta hjá álfunum þá sátu fyrir okkur sjónvarpsmenn ( Gústi í Jörfa og félagi hans ).  Þeir ræddu lítilega við okkur en tóku þeim mun meira af myndum. Við erum að reyna að fá hjá þeim þetta myndbrot og munum þá setja það hér inn en þess má geta að það kom lítið innslag  í lok frétta laugardagskvöldið 15. des. og það er hægt að nálgast á vef RUV.