Skáld í skólum

Svavar  Knútur og Aðalsteinn Ásberg
Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg
Í síðustu viku fengum við góða gesti en það voru þeir Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg. Þeir heiðursmenn eru á ferð um landið þessa dagana í tengslum við verkefnið "Skáld í skólum" en markmiðið með dagskránni er að kynna fyrir nemendum íslensk ljóðaskáld. Að þessu sinni fjallaði dagskrá þeirra um Stein Steinarr eða Aðalstein Kristmundsson sem  fæddur var 13. okt. 1908 en dáinn 25. maí 1958, aðeins tæplega fimmtugur að aldri. Hann er talinn vera eitt af áhrifamestu ljóðskáldum Íslendinga á 20. öld.
Þeir félagar Svavar Knútur og Aðalsteinn flluttu okkur æviágrip Steins í máli, söng, ljóðum og myndum.  Að dagskrá lokinni settust þeir niður og fengu sér kakó og kökur með okkur. Að skilnaði gaf síðan Svavar Knútur okkur diskinn sinn "Amma" sem hann gaf út á síðasta ári. Þökkum við þeim kærlega fyrir að eiga með okkur þessa stund.
Hérna er hægt að sjá myndir af dagskránni.