Skemmtileg frétt af borgfirskum krökkum á Héraði

Krakkarnir á Tjarnarlandi
Krakkarnir á Tjarnarlandi
Margir borgfirðingar hafa sest að á Héraði í gengum tíðina, enda stutt að fara aftur heim. Í leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum var óvenju stór barnahópur af borgfirskum ættum nú í vetur eða um fjórðungur nemenda - enda blómstraði leikskólastarfið sem aldrei fyrr. Ekki er að efa að litlu borgfirðingarnir hafi átt sinn þátt í því að krummaverkefnið sem þau unnu að í leikskólanum í vetur hlaut viðurkenningu frá Landssamtökunum Heimili og skóla. Það var borgfirðingurinn Bryndís Skúla sem tók á móti henni f.h. leikskólans í Reykjavík í maí s.l. Hér á myndinni má sjá þennan flotta hóp sem var í Tjarnarlandi í vetur - frábærir krakkar sem eiga örugglega eftir að taka þátt í borgfirsku menningarlífi í framtíðinni!



F.v. Alexander Roderick Wheelan (sonur Sifjar Sig.), Sigursteinn Arngrímsson (sonur Vidda), Sesselja Ósk og Birgitta Dröfn Jóhannsdætur (dætur Jóa í Njarðvík), Eyþór Magnússon (sonur Magga Jóns), Hrafn Sigurðsson (sonur Sigga Magg), Páll Guttormsson (sonur Birgittu Helga), Viktor Óli (sonur Birnu Bjarkar Reynisdóttur-Björnssonar) og Hrafnkatla Kormáksdóttir (dóttir Kormáks Mána). Á myndina vantar Áslaugu Lóu Stefánsdóttur (dóttur Maríu Óskar/og barnabarn Ómars Þrastar Björgvinssonar frá Húsavík). Hjá krökkunum eru Framnesættuðu mæðgurnar Maríanna Magnúsdóttir og Bryndís Skúladóttir sem störfuðu báðar við leikskólann nú í vetur.