Skíðaferð

Gaman að læra nýja hluti og öðlast nýja færni
Gaman að læra nýja hluti og öðlast nýja færni
Mikið svakalega var gaman á skíðum. Nemendur drifu sig í Oddskarðið í blíðskaparveðri 17.mars. Flestir voru að renna sér í fyrsta skipti og þurftu sumir að yfirstíga allskonar tilfinningar til að koma sér af stað. Í lok dagsins voru allir farnir að renna sér með bros á vör.