Skíðaferð í Oddskarð

Fjör í Oddskarði
Fjör í Oddskarði
Í vikunni fyrir páska skelltum við okkur á skíði í Oddskarð. Það var nú ekki seinna vænna þar sem veðurstofan spáði 10 - 15 stiga hita um páskana og þá er nú snjórinn fljótur að fara.  Það var skíðað og skíðað og skíðað aðeins meira langt fram eftir degi og svo endað í sundlauginni á Eskifirði. Það voru þreyttir en sælir skíðamenn sem komu heim undir kvöld sólbrúnir og sætir. Hérna má nálgast fleiri myndir úr ferðinni.