Skipulagðar ferðir á Víknaslóðum sumarið 2012

Þá er komið inn á vefinn ferðaplan allra ferðaþjónustuaðila fyrir sumarið 2012 og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Gönguferðir á Víknaslóðum hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur aðstaða fyrir ferðamenn tekið miklum breytingum hér á Borgarfirði á undanförnum árum til batnaðar.
  • Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Gistiheimilið Borg verða með lengri ferðir í boði en Ferðafélagið verður einnig með stuttar dagsferðir á svæðinu, t.d. á hæsta tind Dyrfjalla. 
  • Álfheimar eru að vanda með lengri ferðir í boði allt sumarið.
  • Gistiheimilið Blábjörg verður einnig með ferðir í boði þetta sumar.
Ferðirnar er hægt að kynna sér hérna.

Endilega kynnið ykkur það sem er í boði og verið dugleg að benda fólki á þetta sem gæti haft áhuga á því að skella sér í alvöru frí í einstakri náttúru.