Skólabyrjun

Næstkomandi mánudag, þann 18. ágúst hefst skólastarf í grunnskólanum hjá okkur með sundnámskeiði á Egilsstöðum og skólasetningu. Nemendur fara með áætlunarbílnum klukkan 08:00 en við, nemendur, kennarar og foreldrar hittumst öll og setjum skólann þegar nemendur koma heim þennan dag um 15:30. Eins og sést á myndinni er ýmiss undirbúningur hafinn en hér eru krakkarnir í leikskólanum og frístund að fegra stofuna sína. Leikskóli hófst 7. ágúst og frístundarkrakkarnir mættu til leiks í þessari viku.