Skólahjúkrun

Skólahjúkrunarfræðingur ræðir við og fræðir nemendur á vorönn 2014 1. bekkur. Líkami minn, flúor, handþvottur, hjálmnotkun, hamingja 2. bekkur. Svefn, hamingja og tilfinningar 3. bekkur. Svefn, hamingja og tilfinningar 4. bekkur. Hamingja, sjálfsmynd, slysavarnir og tannvernd 7. bekkur. Tannvernd, ónæmisaðgerð 8. bekkur. Hugrekki, hollusta og hreyfing 10. bekkur. Kynning á heilsugæslunni og forvarnir ábyrgt kynlíf Fræðslutímar Susanne eru einn, tveir eða fleiri eftir umfangi þess sem þarf að fara yfir. Hún tekur efnin fyrir í samstarfi við kennara, þannig er hennar framlag er í samhengi við það sem verið er að gera. Á haustönninni er notað fræðsluefni sem kallast 6. H en foreldrar geta skoðað það á vefnum www.6H.is, þar eru einnig ýmiss ráð ráð til að nota í uppeldinu og annar fróðleikur. Eins og á haustönn hefur skólahjúkrunarfræðingurinn okkar hún Susanne viðveru í skólanum á miðvikudagsmorgnum. Þá er nemendum og foreldrum frjálst að leita til hennar. Starfssvið skólaheilsugæslunnar er m.a. að fylgjast með heilbrigði og þroska barnanna.