Skólaskipið Dröfn

Skólaskipið Dröfn
Skólaskipið Dröfn
Þriðjudaginn 5. apríl löggðu nemendur 9. - 10. bekkjar af stað á Reyðarfjörð til að fara á sjó. Þegar komið var upp á Hérað fengum við upphringingu þar sem okkur var tjáð að Dröfnin ( Skólaskipið ) hefði bilað kvöldið áður og lægi nú við bryggju á Eskifirði. Við létum þetta ekki slá okkur út af laginu, og þar sem skipstjórinn vildi endilega fá okkur samt í heimsókn, héldum við för okkar áfram. Þegar við mættum á bryggjuna á Eskifirði voru þar komnir Fellbæingar í sömu erindagjörðum og við. Gunnar skipstjóri, vélstjórinn ( sem ég man ekki hvað heitir ) og Hlynur sjávarlíffræðingur frá Hafró  buðu okkur velkomin um borð og þar með hófst leiðsögn og fræðsla um skipið, hafið og lífríki þess. Auðvitað var pínulítið svekkjandi að komast ekki frá bryggju en þetta var samt skemmtileg og velheppnuð fræðsluferð. Takk fyrir okkur skipverjar á Dröfninni RE 35.   Hérna eru myndir úr ferðinni.