Smíðavinna í boði

Björn Kristjánsson húsasmíðameistari sem jafnframt er hönnuður óskar eftir nemum eða sveinum í húsasmíði en allt eins ófaglærðum sem hafa reynslu af smíðum eða áhuga á að læra.Verkefnin sem liggja fyrir eru fjölbreytt og í framtíðinni er einnig allt eins von á vinnu við örlítið framúrstefnulegri verkefni svo sem vistvæna húsasmíði, tilraunasmíði úr íslensku timbri, bindingsverk og svo vastu húsasmíði sem felur í sér hönnun í samhljómandi stærðum.

Ráðning hefur væntanlega í för með sér búferlaflutning á Borgarfjörð og viðkomandi getur kynnt sér aðstæður á Borgarfirði, gjaldfrjálsan leikskóla og grunnskóla á þessari vefsíðu www.borgarfjordureystri.com.


Nánari upplýsingar hjá Birni í síma 8692159.