Sögustund hjá 3. - 5 bekk

Palli les fyrir hópinn
Palli les fyrir hópinn
Á fimmtudögum er bókadagur á leikskólanum.Þá koma börnin með bækur að heiman og við lesum þær saman í samverustundinni. En það er ekki það eina góða við fimmtudaga því þá koma nefninlega vinir okkar í 3. - 5. bekk í heimsókn og lesa fyrir okkur skemmtilegar bækur. Þetta er allt liður í læsisstefnu leik- og grunnskólans. Á meðfylgjandi myndum má sjá þá notalegu stemningu sem myndast þegar lesin er góð bók.