Sóley Stefánsdóttir í Fjarðarborg

Það er okkur í Fjarðarborg heiður að kynna næsta listamann til sögunnar í tónleikasumrinu, en það er snillingurinn hún Sóley Stefánsdóttir, eða bara Sóley eins og hún kallar sig oftast.

Sóley flytur hugljúfa tónlist og er orðin mikið nafn út í hinum stóra heimi, en t.d. þá hefur lag hennar "pretty face" verið spilað um 19.000.000 sinnum á Youtube. Sóley er nýbúin að gefa út nýja plötu sem ber nafnið Ask The Deep og mun hún flytja lög af henni í bland við önnur eldri lög. Við vonum að allir aðdáendur hennar fjölmenni í Fjarðarborg, og líka aðrir sem vilja koma og kynnast nýrri íslenskri tónlist frá frábærri tónlistarkonu.

Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er aðgangseyrir 2000.- kr.