Sönn borgfirsk sakamál

Dósir NS 9
Dósir NS 9
Lífskúnstnerinn Einar Magni hefur orðið fyrir skemmtilegum hrekk sem fréttasíðan styður heilshugar, allavegana undirritaður. Einhver hefur farið út í Höfn og breytt nafninu á fleyginu sem ber nafnið "Dósi", (í höfuðuð á Dósóteusi sem var forfaðir Einsa) í hið fallega nafni "Dósir"

Einar yfirheyrði fréttamann um þennan glæp og hafði hann einhverja vissulega grunaða. En það merkilegasta var að hann virtist ekkert ósáttur við þetta, enda væri þetta helsta tekjulind útgerðarinnar þessa dagana þar sem báturinn stendur á þurru landi. Samt vildi hann taka fram að henda ekki glerumbúðum um borð.