Sorpflokkunardagur

Flokkunardagur í boði grunnskólans!  Við, nemendurnir í skólanum, ætlum mánudaginn 19. maí nk. að ganga á milli húsa og safna endurvinnanlegu rusli. Við viljum bjóða ykkur að setja endurvinnanlega ruslið ykkar í poka eða kassa og hafa tilbúið hjá ruslatunnunni ykkar, og þá munum við sækja það og flokka fyrir ykkur! Ef þið viljið losna við dósir og flöskur þá getum við tekið það og farið með í gám Sveinunga.
Við erum að þessu til að þakka fyrir okkur og endurgjalda það sem þið hafið gert fyrir okkur hérna í skólanum eins og t.d. að mæta á viðburði og styrkja okkur.

Sjáumst á mánudaginn.

Nemendur og kennarar Grunnskóla Borgarfjarðar