Spennandi helgi framundan í Fjarðarborg

Það er frábær helgi framundan í Fjarðarborg, en þar er mikið líf allar helgar í sumar eins og flestir vita. Á föstudagskvöldið mun Magni mæta ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Killer Queen. Þessi sveit leggur allan sinn metnað í að taka lög meistaranna í Queen og gera þeim skil á stórkostlegan hátt.

Svo á laugardagskvöldið mun Nesættin verða með ættarmót í Fjarðarborg, og þar á eftir opnar kl 23:30 fyrir almennan dansleik með hljómsveitinni Nefndinni.

Skráið ykkur endilega á tónleikana hérna og svo hefst forsala í Fjarðarborg innan skamms