Kennarar óskast - framlenging á fresti

Við óskum eftir að ráða frá næsta skólaári (1. ágúst 2015) Umsjónarkennara á yngra- og miðstigi sem kennir fjölmargar kennslugreinar, bóklegar og verklegar á því stigi. (Fullt starf) Kennara sem getur tekið að sér þá tíma sem áætlaðir eru í sérkennslu í íslensku á öllum stigum, pólskukunnátta kostur.(Hlutastarf) · Kennara sem getur tekið að sér kennslu ýmissa greina í eldri og yngri deild (Hlutastarf) · Leikskólakennara vantar einnig í hlutastarf á leikskóladeildina. 

Menntun, reynsla og metnaður:

·      Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu

·      Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af útikennslu og samþættingu námsgreina

  • Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur sem og góð samskiptahæfni
  • Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags
  • Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
  • Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
  • Störfin henta konum og körlum

Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir upplýsingaöflun úr sakaskrá.

Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi skal fylgja umsókn.

Umsóknarfrestur er til 20.júlí 2015.

Áhugasamir hafi samband við

Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í síma 7717217 sem veitir góðfúslega allar nánari upplýsingar um tímafjölda í einstaka greinum og fl..

Umsókn ásamt meðmælum sendist til:  Skólastjóri Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720 Borgarfjörður,  eða skolastjorigbe@ismennt.is

Við hlökkum til að heyra frá þér.